Fara í efni

Nýtt fyrirkomulag stuðningsgreiðslna til bænda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á breytingum sem voru gerðar í nýjum samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt og tekur gildi 1. janúar 2017. Þá er rétt að hafa í huga að ný reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt í tengslum við samninginn hefur ekki verið gefin út af ráðherra. Nýtt fyrirkomulag verður á stuðningsgreiðslum til bænda á árinu 2017 í samræmi við nýjan búvörusamning og búvörulög. Matvælastofnun skal gera ársáætlun eigi síðar en 15. febrúar ár hvert um heildarstuðning við bændur í tengslum við samning um starfsskilyrði í sauðfjárrækt og greiðir í jöfnum greiðslum til bænda mánaðarlega. Fyrsta greiðsla innt af hendi í febrúar þegar ársáætlun liggur fyrir (tvöföld mánaðargreiðsla), og er síðan stuðningur greiddur mánaðarlega út árið. Á árinu 2017 verða eftirfarandi stuðningsgreiðslur hluti af ársáætlun: beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, beingreiðslur fyrir ull og svæðisbundinn stuðningur.

Samkvæmt nýjum búvörusamningi fá framleiðendur einir stuðningsgreiðslur sem eru skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis, stunda sauðfjárrækt á lögbýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008 (þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40) og þá þurfa framleiðendur að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi búgreinar með fullnægjandi skilum sem og að staðið skil á haustskýrslu í Bústofni skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá, sem standa saman að búrekstri geta óskað eftir því við Matvælastofnun að greiðslur samkvæmt reglugerð þessari sé skipt jafnt á milli aðila. 


Getum við bætt efni síðunnar?