Nýtt eyðublað vegna innflutnings á afurðum
Frétt -
29.02.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur yfirumsjón með innflutningi matvæla, afurða af dýrauppruna og aðfanga til landbúnaðar, þar með talinn áburð, fóður, plöntur og sáðvöru. Við innflutning vöru er gengið úr skugga um að varan fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru, m.a. að því er varðar gæði, hollustu, heilbrigði.
Nýtt eyðublað verður tekið í notkun þann 1. mars:
Tilkynning um innflutning
Matvælastofnun sendir innflytjanda síðan staðfestingu með MST-skráningarnúmeri, sem skal skrá í reit 14 á aðflutningsskýrslu vegna tollafgreiðslu vörunnar.
Inn- og útflutningsskrifstofa Matvælastofnunar veitir nánari upplýsingar í síma 530-4800.
Nýtt eyðublað verður tekið í notkun þann 1. mars:
Tilkynning um innflutning
![]() |
Eyðublaðið gildir fyrir afurðir úr dýraríkinu og ákveðnar matvörur. Á þetta við matvörur frá löndum innan EES og einnig fyrir eftirfarandi afurðir óháð uppruna: áburð, fóður, plöntur og sáðvöru. Með þessu eyðublaði verður verklag samræmt við innflutning á ofangreindum afurðum. Innflytjandi þarf að fylla út eyðublaðið og senda ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum fyrir hvern afurðaflokk til Matvælastofnunar: innflutningur@mast.is eða með faxi: 530 4801. |
Matvælastofnun sendir innflytjanda síðan staðfestingu með MST-skráningarnúmeri, sem skal skrá í reit 14 á aðflutningsskýrslu vegna tollafgreiðslu vörunnar.
Inn- og útflutningsskrifstofa Matvælastofnunar veitir nánari upplýsingar í síma 530-4800.
Ítarefni