Fara í efni

Nýjar reglur um fóðurgæði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Um áramótin tóku gildi tvær fóðurreglugerðir hjá Evrópusambandinu. Þær, ásamt nýjum reglum um heilnæmi matvæla, geta haft veruleg áhrif á þróun matvælaframleiðslu í landbúnaði á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er þar ekki undanskilið. Reglugerðirnar tvær sem hafa áhrif á fóður eru um opinbert eftirlit með fóðri og matvælum og um heilnæmi fóðurs. Þær fjalla um hvert einstakt skref í framleiðslu fóðurs og notkun þess. Megin breytingin er að bændur og aðrir fóðurframleiðendur og notendur fóðurs, ásamt öðrum þeim sem meðhöndla fóður verða ábyrgir fyrir heilnæmi, gæðum og notkun fóðursins þannig að heilbrigði dýra og þær afurðir sem framleiddar eru uppfylli ávalt þá gæðastaðla sem krafist er án þess að skaða umhverfið.

Reglugerðirnar munu að öllum líkindum taka gildi hér á landi innan nokkurra mánaða.


Birt á vef Aðfangaeftirlitsins þann 13. janúar 2006


Getum við bætt efni síðunnar?