Fara í efni

Nýjar kröfur við innflutning fiskafurða frá ríkjum utan EES

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

   
Vakin er athygli á breytingum á kröfum um heilbrigðivottorð með fiskafurðum sem fluttar eru inn með beinni löndun frystiskipa frá ríkjum utan EES. Breytingaranar tóku gildi með reglugerð 105/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.

Þegar lagarafurðir eru fluttar beint inn með frystiskipi mega skjöl, sem skipstjórinn undirritar, koma í stað heilbrigðisvottorðs skv. gr. 15 (3) í reglugerð 854/2004. Þetta felur í sér að fyrir fiskafurðir sem framleiddar eru um borð í frystiskipum (freezer vessel, ZV) nægir skjal sem kallast yfirlýsing skipstjóra (Captains Declaration), en heilbrigðisvottorð þarf fyrir verksmiðjuskip (factory vessel, FV).
 
Meginskilyrði fyrir innflutningi á fiskafurðum frá ríkum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES):

  1. Innflutningurinn skal skráður í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir (CEVDP)
  2. Varan skal vera framleidd í viðurkenndri starfsstöð, skv. skrá ESB - smellið hér 
  3. Varan skal vera merkt með samþykkisnúmeri viðurkenndu starfsstöðvarinnar.
  4. Sendingunni skal fylgja heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum útflutningslands, eða yfirlýsing skipstjóra þegar um er að ræða beina löndun frystiskipa.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?