Fara í efni

Nýir sviðsstjórar ráðnir hjá Matvælastofnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun.

Erna tekur við sem sviðsstjóri Upplýsingatækni og reksturs. Erna er viðskiptafræðingur með MBA með áherslu á fjármál og diplómu sem viðurkenndur stjórnarmaður. Hún hefur undanfarin tíu ár starfað sem framkvæmdastjóri Barnaheilla (Save the Children) á Íslandi.  Erna er afar reyndur stjórnandi og leiðtogi ásamt því að vera mjög öflug í fjármálastjórn, samskiptum og upplýsingagjöf og hefur leitt samtökin í gegnum mikla uppbyggingu.

Soffía tekur við sem sviðsstjóri Vettvangseftirlits sem er eftirlitssvið Matvælastofnunar. Soffía er með meistaragráðu í efnafræði og framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og opinberri stjórnsýslu. Hún hefur undanfarin ár unnið sem IB stallari við Menntaskólann við Hamrahlíð og aflað sér þar mikillar reynslu í stjórnun og stefnumótun. Soffía er mikill leiðtogi og teymismanneskja sem hefur tamið sér góða yfirsýn yfir deildina sína.


Getum við bætt efni síðunnar?