Fara í efni

Ný matvælalöggjöf og áhrif á innflytjendur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í nýrri matvælalöggjöf eru gerðar kröfur við innflutning dýraafurða og ákveðinna matvæla frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í lögum nr. 143 frá 28. desember 2009 tók Ísland yfir verulegan hluta matvælalöggjafar ESB. Ákvæði laganna tóku gildi í áföngum frá samþykki þeirra til 1. nóvember 2011. Þann dag urðu breytingar á innflutningseftirliti varðandi dýraafurðir frá ríkjum utan EES samkvæmt reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES.

 

Meginskilyrði fyrir innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES:

 

 1. Innflutningurinn skal skráður a.m.k. 24 klst. fyrir komu vöru til landsins í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir (CVEDP). 
 2. Varan skal vera framleidd í viðurkenndri starfsstöð, skv. meðfylgjandi skrá ESB
 3. Varan skal vera merkt með samþykkisnúmeri viðurkenndu starfsstöðvarinnar.
 4. Sendingunni skal fylgja frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands, eða yfirlýsing skipstjóra þegar um er að ræða beina löndun frystiskipa.
 5. Afurðirnar mega einungis koma til landsins á þar til samþykkta landamærastöð.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar:

 

Um aukið innflutningseftirlit á matvælum sem er ekki af dýrauppruna og eru frá ríkjum utan EES:

 

 1. Fylla þarf út eyðublað CED (samræmt innflutningsskjal) 24 klst. áður en sending kemur til landsins. 
 2. Aukið eftirlit með matvælum nær yfir:
  a. Matvæli sem eru talin upp í viðauka 1. í rlg. nr. 835/2010 með s.br. reglugerð nr. 514/2012/EB sem tók gildi 1. júlí 2012.
  b. Aflatoxínmengun í matvælum sem ekki eru af dýrauppruna í rlg. nr. 284/2011.
  c. Gúargúmmí frá Indlandi, sólblómaolía frá Úkraínu, ýmis matvæli frá Egyptalandi og Japan.
 3. Afurðirnar mega einungis koma til landsins á þar til samþykkta landamærastöð. 
  (DPE-komustað)

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar um innflutning og um lög og reglur sem eru í gildi: 

 

Ítarefni

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?