Ný matvælalöggjöf og áhrif á innflytjendur
Í nýrri matvælalöggjöf eru gerðar kröfur við innflutning dýraafurða og ákveðinna matvæla frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í lögum nr. 143 frá 28. desember 2009 tók Ísland yfir verulegan hluta matvælalöggjafar ESB. Ákvæði laganna tóku gildi í áföngum frá samþykki þeirra til 1. nóvember 2011. Þann dag urðu breytingar á innflutningseftirliti varðandi dýraafurðir frá ríkjum utan EES samkvæmt reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES.
Meginskilyrði fyrir innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES:
- Innflutningurinn skal skráður a.m.k. 24 klst. fyrir komu vöru til landsins í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir (CVEDP).
- Varan skal vera framleidd í viðurkenndri starfsstöð, skv. meðfylgjandi skrá ESB.
- Varan skal vera merkt með samþykkisnúmeri viðurkenndu starfsstöðvarinnar.
- Sendingunni skal fylgja frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands, eða yfirlýsing skipstjóra þegar um er að ræða beina löndun frystiskipa.
- Afurðirnar mega einungis koma til landsins á þar til samþykkta landamærastöð.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar:
Um aukið innflutningseftirlit á matvælum sem er ekki af dýrauppruna og eru frá ríkjum utan EES:
- Fylla þarf út eyðublað CED (samræmt innflutningsskjal) 24 klst. áður en sending kemur til landsins.
- Aukið eftirlit með matvælum nær yfir:
a. Matvæli sem eru talin upp í viðauka 1. í rlg. nr. 835/2010 með s.br. reglugerð nr. 514/2012/EB sem tók gildi 1. júlí 2012.
b. Aflatoxínmengun í matvælum sem ekki eru af dýrauppruna í rlg. nr. 284/2011.
c. Gúargúmmí frá Indlandi, sólblómaolía frá Úkraínu, ýmis matvæli frá Egyptalandi og Japan. - Afurðirnar mega einungis koma til landsins á þar til samþykkta landamærastöð.
(DPE-komustað)
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar um innflutning og um lög og reglur sem eru í gildi:
Ítarefni