Ný gjaldskrá Matvælastofnunar tekur gildi 1. júní
Frétt -
31.05.2024
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ný gjaldskrá Matvælastofnunar mun taka gildi 1. júní n.k. Helsta breytingin frá eldri gjaldskrá er sú að öll innheimta stofnunarinnar mun alfarið byggja á tímagjaldi og raunkostnaði við sýnatökur og greiningar sýna. Fastir gjaldaliðir, kílóagjald og gjald vegna áhættuflokkaðs eftirlits mun því falla niður auk þess sem ekki verður innheimt sérstakt akstursgjald. Þess í stað verður innheimt tímagjald fyrir undirbúning, ferðatíma, eftirlit/þjónustuverkefni og frágang. Um er að ræða tvö tímagjöld, almennt gjald, kr. 10.162 kr. og gjald fyrir daglegt eftirlit í sláturhúsum, kr. 8.099. Verið er að uppfæra upplýsingar um nýja gjaldskrá á vef stofnunarinnar. Nánari upplýsingar má finna hér.