Fara í efni

Notkun títan díoxíðs við matvælaframleiðslu bönnuð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Títan díoxíð er aukefni sem hefur verið notað í ýmis matvæli sem litarefni, til að gefa hvítan lit.

Reglugerð sem bannar notkun aukefnisins við framleiðslu matvæla í ESB var sett þar 14. janúar sl.  Þessar reglur voru innleiddar hér á landi 9. febrúar sl.  Matvælafyrirtæki á Íslandi þurfa því einnig að hætta notkun efnisins.

Notkun aukefnisins títan díoxíð (E 171) við framleiðslu matvæla er óleyfileg hér á landi frá og með 3. mars n.k.  Setja má á markað matvæli sem eru framleidd fyrir þann tíma fram til 7. ágúst n.k. og mega þau vera á markaði þar til geymsluþolstími þeirra er liðinn. 

Ástæða þessara breytinga er að í fyrra komst Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að útiloka skaðleg áhrif efnisins á erfðaefni manna.

 Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?