Fara í efni

Notkun fjölfosfata í framleiðslu fiskafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er varðar notkun fjölfosfata (polyphosphates) í framleiðslu á saltfiski. Um notkun aukefna í matvæli gildir reglugerð nr. 285  frá 25.mars 2002, með síðari breytingum. Sérstaklega er bent á viðauka II, en þar kemur fram hvaða aukefni má nota í fiskafurðir. Ekki er heimilt að nota fjölfosföt í ferskan eða saltaðan fisk, en heimilt er að nota fjölfosföt í frystan fisk og fiskafurðir. Undantekningalaust þá er skylt að merkja aukefni ef þau eru notuð.

Matvælastofnun mun frá og með 1. september 2009 ganga eftir því að þessi ákvæði séu uppfyllt.

Framleiðendum er einnig bent á að kynna sér innihaldslýsingar þeirra íblöndunarefna sem þeir nota til að tryggja að þau innihaldi ekki aukefni sem óheimilt er að nota.



Getum við bætt efni síðunnar?