Fara í efni

Norræn matvælaeftirlitsráðstefna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Dagana 25-26 febrúar 2010 verður haldin hér á landi áttunda norræna matvælaeftirlitsráðstefnan. Matvælastofnun í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annast framkvæmd ráðstefnunnar með aðstoð fulltrúa frá systurstofnunum hinna Norðurlandanna. Þema ráðstefnunnar er: „Svindl með matvæli og ráðgjöf til fyrirtækja“.

Markhópur ráðstefnunnar eru starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem sinna matvælaeftirliti. Starfsmönnum einkarekinna skoðunarstofa, neytendasamtaka og fyrirtækjasamtaka er einnig boðið að sækja ráðstefnuna. Á ráðstefnuna verður einnig boðið fulltrúum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.


  
Norræna ráðherranefndin fjármagnar framkvæmd ráðstefnunnar, enda er henni meðal annars ætlað að efla umræðu um matvælaeftirlit og styrkja tengsl þeirra sem sinna matvælaeftirliti á Norðurlöndunum. Ekkert ráðstefnugjald er vegna þáttöku á ráðstefnunni, en ráðstefnugestir þurfa þó að standa sjálfir straum af ferða- og gistikostnaði. Að hámarki er pláss fyrir 250 ráðstefnugesti og í ár þá verða ekki settar fjöldatakmarkanir fyrir einstaka lönd. Það gildir því að þeir fyrstu 250 sem skrá sig fá pláss.

Drög að dagskrá liggja þegar fyrir og mörg spennandi erindi verða í boði. Eins og áður, þá fer ráðstefnan að mestu leyti fram á Norðurlandatungumáli, en nokkur erindi verða á ensku. Einnig verður möguleiki á því að taka þátt í vinnuhópum sem fara fram á ensku, en þess ber þá að geta við skráningu. Skráning á ráðstefnuna opnar 2.11.2009 og fer skráningin fram í gegnum heimasíðu ráðstefnunnar.

Frekari upplýsingar veitir Guðjón Gunnarsson hjá Matvælastofnun: gudjon.gunnarsson hjá mast.is.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?