Norræn matvælaeftirlitsráðstefna
Frétt -
02.11.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Dagana 25-26 febrúar 2010 verður haldin hér á landi áttunda norræna matvælaeftirlitsráðstefnan. Matvælastofnun í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annast framkvæmd ráðstefnunnar með aðstoð fulltrúa frá systurstofnunum hinna Norðurlandanna. Þema ráðstefnunnar er: Svindl með matvæli og ráðgjöf til fyrirtækja.
Markhópur ráðstefnunnar eru starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem sinna matvælaeftirliti. Starfsmönnum einkarekinna skoðunarstofa, neytendasamtaka og fyrirtækjasamtaka er einnig boðið að sækja ráðstefnuna. Á ráðstefnuna verður einnig boðið fulltrúum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.
|
|
Norræna ráðherranefndin fjármagnar framkvæmd ráðstefnunnar, enda er henni meðal annars ætlað að efla umræðu um matvælaeftirlit og styrkja tengsl þeirra sem sinna matvælaeftirliti á Norðurlöndunum. Ekkert ráðstefnugjald er vegna þáttöku á ráðstefnunni, en ráðstefnugestir þurfa þó að standa sjálfir straum af ferða- og gistikostnaði. Að hámarki er pláss fyrir 250 ráðstefnugesti og í ár þá verða ekki settar fjöldatakmarkanir fyrir einstaka lönd. Það gildir því að þeir fyrstu 250 sem skrá sig fá pláss. |
Drög að dagskrá liggja þegar fyrir og mörg spennandi erindi verða í boði. Eins og áður, þá fer ráðstefnan að mestu leyti fram á Norðurlandatungumáli, en nokkur erindi verða á ensku. Einnig verður möguleiki á því að taka þátt í vinnuhópum sem fara fram á ensku, en þess ber þá að geta við skráningu. Skráning á ráðstefnuna opnar 2.11.2009 og fer skráningin fram í gegnum heimasíðu ráðstefnunnar.
Frekari upplýsingar veitir Guðjón Gunnarsson hjá Matvælastofnun: gudjon.gunnarsson hjá mast.is.
Ítarefni