Niðurstöður skimana vegna smitsjúkdóma í búfé
Frétt -
11.12.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Yfirlit yfir
niðurstöður skimana vegna smitsjúkdóma í búfé hafa nú verið settar á
heimasíðu Matvælastofnunar, undir fyrirsögninni eftirlitsniðurstöður
á vinstri væng síðunnar. Þeir sjúkdómar sem vaktaðir eru með sýnatökum
og rannsóknum á sýnum eru annars vegar sjúkdómar sem ekki finnast hér á
landi og hins vegar sjúkdómar sem unnið er að útrýmingu á. Flestir
þessara sjúkdóma eru þess eðlis að dýrin geta verið sýkt án þess að
sjúkdómseinkenni komi fram. Vöktun hvað varðar aðra alvarlega
smitsjúkdóma felst í almennu eftirliti og árvekni dýralækna og
dýraeigenda. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr.
25/1993, ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið
alvarlegum smitsjúkdómi að tilkynna það til dýralæknis eða lögreglu.
Mjög fáir alvarlegir sjúkdómar eru landlægir og má eflaust þakka það
legu landsins og ströngum reglum um innflutning lifandi dýra og
dýraafurða. |
Mikilvægt er að viðhalda þessari góðu stöðu þar sem
smitsjúkdómar geta valdið dýrum þjáningum og sömuleiðis geta
sjúkdómarnir valdið miklu tjóni. Tjónið felst m.a. í minni framleiðslu,
kostnaði við útrýmingu sjúkdómsins, takmörkun á möguleikum á
útflutningi o.s.frv.
Ítarefni