Fara í efni

Netkönnun fyrir vef Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur sett í loftið netkönnun á viðhorfi til vefs stofnunarinnar. Markmið könnunar er að safna upplýsingum um þarfir notenda á vef stofnunarinnar með það fyrir augum að bæta upplýsingagjöf og þjónustu.

Hafinn er undirbúningur á smíði á nýjum vef mast.is. Í þessari könnun kannar Matvælastofnun viðhorf og notkun á núverandi vef og væntingar til rafrænnar þjónustu stofnunarinnar. Nýr vefur stofnunarinnar mun m.a. taka mið af niðurstöðum könnunarinnar. 

Skoðanir notenda eru Matvælastofnun mikilvægar og þakkar stofnunin fyrir framlag þátttakenda. Það tekur 2-3 mínútur að svara könnuninni, alls 10 spurningum. Könnunin verður opin fram að páskum eða til og með 28. mars 2018. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að taka þátt:

Vakin er athygli á að nafnleyndar er gætt við framkvæmd þessarar könnunar og eru niðurstöður hennar ekki rekjanlegar til einstakra þátttakenda.


Getum við bætt efni síðunnar?