Fara í efni

Námskeið um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur námskeið fyrir þá sem hafa sótt um aðild að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu en krafist er að þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt sæki slíkt námskeið. Námskeiðið verður haldið á Akureyri, fimmtudaginn 13. júní næstkomandi.

Staður og stund

Akureyri þann 13. júní í Búgarði, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, að Óseyri 2 kl. 09:30 – 16:30.

Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en föstudaginn 7. júní n.k. í síma 530-4800 eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða.

Efni

Á námskeiðinu verður m.a.: 

  • farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. 
  • farið ítarlega yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 511/2018.
  • rafræn handbók um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu kynnt.
  • fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
  • farið yfir reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018.
  • farið yfir reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012, með síðari breytingum.
  • fjallað um fullnægjandi þátttöku í afurðaskýrsluhaldi í sauðfjárrækt, uppbygginu og grundvallaratriði sem standa þarf skil á.
  • farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap.

Getum við bætt efni síðunnar?