Fara í efni

Næring að norrænum hætti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Norræna ráðherranefndin hefur í tilefni af alþjóðlegu næringarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er þessa dagana í Róm (19. - 21. nóvember) opnað vefinn Næring að norrænum hætti á slóðinni www.nordicnutrition.org.

Á vefnum er að finna upplýsingar um stefnumótun Norðurlandanna á sviði næringar og fræðslu um afrakstur samstarfs þeirra á þessu sviði. Aðgerðaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar frá 2006 um bætta heilsu og lífsgæði með næringu og hreyfingu (A better life through diet and physical activity) hefur leitt til markvissara samstarfs Norðurlandanna. Sem dæmi um þetta samstarf má nefna norræna merkið, Skráargatið, sem var innleitt hérlendis árið 2013 og er opinbert merki sem Embætti landlæknis og Matvælastofnunnar standa saman fyrir. 

Á síðunni er að finna upplýsingar um nýjar norrænar næringarráðleggingar (NNR 5) og áhugaverðar skýrslur um næringu og heilsu, t.d. skýrslu um áhrif mismunandi tegunda og magn af fitu á hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, skýrslu sem Norræna ráðherranefndin birti á þessu ári um norrænt samstarf í næringarmálum og árangur frá 1992 til 2014, ásamt skýrslu um vöktun og mælikvarða á mataræði, hreyfingu og holdafari. 

Öllum þessum upplýsingum hefur nú verið komið fyrir á aðgengilegan hátt á ensku á vef Norrænu ráðherranefndarinnar, www.nordicnutrition.org.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?