Fara í efni

Mygla í naan-brauði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um innköllun á naan brauði vegna myglu. 

Fyrirtækið Kaupás ehf. sem er innflytjandinn hefur í samráði við Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur innkallað þrjár tegundir af First Price naan-brauði vegna myglu. 

Um er að ræða innköllun á öllum "best fyrir" dagsetningum. Kaupás hefur birt tvær fréttatilkynningar um innköllunina.

  • Vörumerki: First Price. 
  • Vöruheiti: Naanbrød, Naanbrød hvidløgssmag og Mini naanbrød hvidløgssmag. 
  • Strikanúmer: 7311041077856, 7311041074251 og 7311041074459. 
  • Umbúðir: Plastpokar. 
  • Nettómagn: 2 brauð í poka / 260 g. 4 brauð í poka / 232 g (mini naan-brauð). 
  • Best fyrir: Allar „best fyrir“ dagsetningar. 
  • Framleiðsluland: Bretland. 
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals um land allt. 

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?