Fara í efni

Músagangur og aflífun meindýra

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nú berast víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og er líklegt að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvert hlutverk. Í baráttunni við að halda músagangi í skefjum er rétt að minna á að við eyðingu meindýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda þeim óþarfa limlestingum og kvölum. Einnig skal tryggja að útrýmingarefni valdi ekki tjóni á öðrum dýrum en meindýrum.

Ábendingar hafa undanfarið borist Matvælastofnun um notkun á drekkingargildrum til músaveiða og eru þær ábendingar nú til skoðunar. Því er rétt að minna á að samkvæmt lögum um velferð dýra er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Vandaðar felligildrur tryggja yfirleitt skjóta aflífun músa með sem minnstum sársauka. Þó þarf að vitja þeirra daglega bæði til að aflífa þau dýr sem ekki lenda rétt í gildrunni og einnig til að hún sé virk. Einnig eru til gildrur sem miða að því að fanga mýsnar án þess að valda þeim skaða, svokölluð músahótel, en þeirra þarf að vitja daglega til að aflífa þau dýr sem þar lenda (t.d. með kröftugu höfuðhöggi) eða sleppa músunum út.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?