Mótefni gegn skaðlusri fuglaflensuveiru hafa greinst í tveim sýnum úr hænum
Mótefni hafi greinst gegn fuglaflensuveiru í
tveim sýnum sem voru tekin úr hænum í Húsdýra-
og fjölskyldugarðinum í Reykjavík. Samtals voru
tekin 10 sýni úr hænum þar, en einungis tvö
þeirra voru með mótefni gegn H5-fuglaflensuveiru. Mótefni
gegn H7 greindust ekki í sýnunum. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að ekki er um ræða mótefni
gegn H5N1-undirflokki inflúensu A, en frekari sýnatökur
og rannsóknir þarf að gera til að ákveða
hvaða N-afbrigði er um að ræða.
Sýnatökur þessar eru liður
í að skima heilbrigða alifugla og villta fugla fyrir fuglaflensuveirum.
Tekið skal fram að allt bendir til þess hænurnar hafi
smitast af meinlausri fuglaflensuveiru sem ekki veldur einkennum í
fuglum. Meinlausar fuglaflensuveirur eru algengar í villtum fuglum
og fólki stafar ekki hætta af þeim. Yfirdýralæknir
leggur því ekki til til að fuglum í Húsdýra-
og fjölskyldugarðurinn verði fargað eða að gripið
verði til frekari aðgerða að sinni.
Birt á vef Yfirdýralæknis þann 21. febrúar 2006