Fara í efni

Mótefni gegn Bornaveiru greinist í hrossum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Mótefni gegn Bornaveiru greindust nýverið í hrossum hér á landi en sýking af völdum veirunnar getur valdið getur alvarlegum einkennum frá miðtaugakerfinu.

Mótefnin greindust í tengslum við rannsóknir á hópi hrossa með lystarleysi og óstöðugleika í afturfótum, allt upp í lömun á afturparti. Rannsóknin var unnin af Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, í samstarfi við dýralæknadeild Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar. Ekki reyndist mögulegt að staðfesta að Bornaveirusýking hafi verið orsök veikindanna. Nánari rannsóknir leiddu í ljós að mótefni gegn Bornaveiru geta einnig verið að finna í heilbrigðum hrossum. Ekki hafa áður greinst mótefni gegn þessari veiru hér á landi. Margt er enn á huldu um eðli Bornaveirusýkinga, þ.á.m. smitleiðir en margt bendir til að veiran eigi sér höfuðhýsil í villtri náttúru og grunur leikur á að hún geti borist milli landa með farfuglum.

Bornaveiran getur lagst á margar dýrategundir og hugsanlega menn. Ekki virðist hætta á að hestar smiti hver annan eða aðrar dýrategundir. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?