Fara í efni

Mistök við hitun á Ora Fiskbollum í karrísósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu frá fyrirtækinu Ora um það hafi, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ákveðið að innkalla Ora Fiskbollur í 850 g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er sú að mistök urðu við hitun vörunnar og telst hún því ekki örugg til neyslu.

  • Vöruheiti: Ora Fiskbollur í karrísósu
  • Strikamerki: 5690519000070
  • Nettoþyngd: 850 g
  • Lotunúmer: L1A0912 0070
  • Best fyrir: 31.03.2020
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunar, Nóatúns, Nettó, Úrvals, Kaupfélag Skagfirðinga og verslunin Hlíðberg.

Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í þá verslun sem hún var keypt í.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Ora í síma  522-2773 eða á netfangið helgab@ora.is

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?