Fara í efni

Merkingar: Kollagen í kjöthakki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kollagen er náttúrulegur hluti próteina í kjöti. Það er því kollagen í öllu kjöthakki. Það er uppistaðan í bandvef (sinum, himnum o.þ.h.) og eykst hlutfall kollagens af kjötpróteini með aldri. Hlutfall kollagens er því lægst í hreinum vöðva af ungu dýri. 


Þegar reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda tók gildi vorið 2015 varð skylt að merkja magn kollagens í hreinu kjöthakki.  Merkingin gefur neytandanum upplýsingar um gæði kjötsins sem fór í hakkið. Alltaf er eitthvað af kollageni í kjöthakki, en neytandinn getur áttað sig á að eftir því sem merkingin sýnir meira af kollageni hefur verið notað lakara kjöthráefni í hakkið. 


Merkingin á að vera þannig: „Hlutfall kollagens af kjötpróteini er minna en .....%“
Leyfilegt hámark þessa hlutfalls í hakki er 15%.



Getum við bætt efni síðunnar?