Fara í efni

Merking uppruna á lamba-, svína- og kjúklingakjöti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf nýverið út reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Með reglugerðinni er skylt að tilgreina á umbúðamerkingum hvar dýrið er alið og hvar því er slátrað. Ef kjöt er úr dýrum sem voru fædd, alin og slátrað í sama landi þá er heimilt að tilgreina eitt upprunaland undir uppruna. Neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum um bæði pakkað og ópakkað kjöt. Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti.

Sambærileg reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1337/2013 tók gildi í Evrópu á árinu 2015 en ákveðið var að setja séríslenska reglugerð á meðan beðið væri eftir að reglugerðin yrði tekin upp í EES-samninginn. Árið 2011 innleiddi Ísland reglugerð ESB um upprunamerkingar á nautakjöti.

Markmið reglugerðarinnar er að auka rekjanleika afurða, fyrirbyggja villandi merkingar og gera neytendum betur kleift að taka upplýsta ákvörðun við kaup á kjötvörum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?