Fara í efni

Melamín í samsettum matvælum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur gert áhættumat vegna melamíns í mjólkurvörum frá Kína. Samkvæmt áhættumatinu er hugsanlegt að samsett matvæli frá Kína innihaldi mengað mjólkurduft. Í áhættumatinu eru tilgreindar nokkrar tegundir matvæla sem börnum getur stafað hætta af ef vörurnar innihalda efnið melamín. Börn þurfa minna af efninu en fullorðnir. Dæmi um samsett matvæli sem innihalda mjólkurduft eru t.d. súpur, snakk, sælgæti, kex, kaffiduft, kakóduft og bökunarvörur.atvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur gert áhættumat vegna melamíns í mjólkurvörum frá Kína. Samkvæmt áhættumatinu er hugsanlegt að samsett matvæli frá Kína innihaldi mengað mjólkurduft. Í áhættumatinu eru tilgreindar nokkrar tegundir matvæla sem börnum getur stafað hætta af ef vörurnar innihalda efnið melamín. Börn þurfa minna af efninu en fullorðnir. Dæmi um samsett matvæli sem innihalda mjólkurduft eru t.d. súpur, snakk, sælgæti, kex, kaffiduft, kakóduft og bökunarvörur.

Eins og komið hefur fram í nýlegri frétt á heimasíðu MAST þá hafa engar mjólkurvörur frá Kína verið fluttar hingað til lands, en innflutningsaðilum er bent á að kanna uppruna og innihald vara með tilliti til mjólkurdufts frá Kína. Innflutningur mjólkur og mjólkurafurða frá Kína til Evrópu er bannaður og því er ekki ástæða til að óttast samsettar vörur þaðan.

Melamín (melamide) er algengt efni sem notað er í plastiðnaði og hefur verið notað ólöglega í fóður og nú í matvæli í Kína. Þetta er gert til að skekkja mælingar á próteinum en köfnunarefni sem mælt er við próteinmælingar geta komið frá öðrum köfnunarefnisgjöfum eins og melamíni. Mjólkurduft er verðlagt eftir próteininnihaldi.M


Matvælastofnun er tengiliður Íslands við RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA ríkjanna fyrir matvæli og fóður. Með kerfinu berast tilkynningar um hættuleg matvæli og fóður. Stofnunin fylgist náið með framvindu mála en henni berast allar upplýsingar um málið í gegnum RASFF kerfið. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirbýr reglur um hömlur á innflutning samsettra matvæla frá Kína sem er væntanlegar í næstu viku og er gert ráð fyrir að sambærilegar reglur verði settar hér á landi. 

Sjá einnig:
Getum við bætt efni síðunnar?