Fara í efni

Matvælum dreift þrátt fyrir afturköllun starfsleyfis

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Komið hefur í ljós að fiskvinnsla Dagmanns Ingvasonar á Dalvík hefur haldið áfram sölu og dreifingu matvæla þrátt fyrir að Matvælastofnun afturkallaði starfsleyfi fyrirtækisins fyrir nokkru. Umræddar afurðir voru allar seldar úr landi, þ.e. til Belgíu.

Matvælastofnun stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í nóvember vegna brota á matvælalögum. Búið er að leggja hald á allt hráefni og birgðir hjá fyrirtækinu og verður málið kært til lögreglu. Hlutaðeigandi aðilar í Belgíu hafa verið upplýstir um málið.


Getum við bætt efni síðunnar?