Fara í efni

Matvælastofnun varar við fæðubótarefninu VERSA-1

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýverið varaði Matvælastofnun við neyslu á fæðubótarefninu Oxy Elite Pro þar sem notkun þess hefur verið tengd við lifrarbólgu.  Nú eru neytendur einnig varaðir við notkun fæðubótarefnisins VERSA-1 sem kemur frá sama framleiðanda og inniheldur efnið Ageline sem einnig að finna í vörunni Oxy Elite Pro.  Ageline liggur undir grun sem valdur lifrarbólgutilfellanna.  Neytendur eru því einnig varaðir við notkun á fæðubótarefninu VERSA-1.

Einng er athygli vakin á því að fæðubótarefnið Oxy Elite Pro fæst á nokkrum mismunandi neysluformum.  Hér að neðan er tæmandi upptalning á fæðubótarefnum sem varað er við:

    Vöruheiti:
    OxyELITE Pro Super Thermo Capsules
    OxyELITE Pro Ultra-Intense Thermo Capsules
    OxyELITE Pro Super Thermo Powder
    VERSA-1
    Framleiðandi:

    SP Labs LLC, Texas, Bandaríkjunum

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?