Matvælastofnun hefur lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum
Frétt -
20.09.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 á langreið sem leiddi til tímabundinnar stöðvunar. Matvælastofnun hefur sent bréf til Hvals hf með boðaða afléttingu með skilyrðum. Skilyrðin eru eftirfarandi:
- Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu.
- Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9.
Þessi skilyrði verða að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur.
Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp.