Fara í efni

Markaðsfyrirkomulag viðskipta með greiðslumark mjólkur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Þann 24. febrúar s.l. gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið út nýja reglugerð nr. 190/2011 um viðskipti með greiðslumark mjólkur. Reglugerð þessi kemur í stað fyrri reglugerðar ráðuneytisins nr. 430/2010. Fyrri uppboðsmarkaður ársins 2011 fer nú fram þann 1. apríl n.k.

Helstu breytingar frá fyrri reglugerð eru eftirfarandi:


  
Uppboðsmarkaðir verða nú þann 1. apríl og 1. nóvember í stað júní og desember.

Seljenda er einungis heilmilt að bjóða til sölu á markaði það magn greiðslumarks sem hann hefur ekki nýtt innan verðlagsársins fyrir innlegg í afurðastöð.

Við aðilaskipti greiðslumarks í kjölfar viðskipta á uppboðsmarkaði í apríl skal seljandi endurgreiða A-greiðslur vegna yfirstandandi verðlagsárs sem svara til þess magns sem selt er.

Matvælastofnun er nú heimilt að staðfesta aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur, án þess að þess viðskipti hafi farið fram á uppboðsmarkað. Heimild þess á við þegar aðilaskiptin fara fram milli aðila innan sama lögbýlis.

Bændur er hvattir til að kynna sér nýjar reglur um viðskipti með greiðslumark mjólkur á lögbýlum. Reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum má nálgast hér.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?