Fara í efni

Lýðheilsu og dýraheilbrigði innan ESB ekki ógnað vegna öskufalls

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur samkvæmt beiðni framkvæmdarstjórnarinnar gefið út vísindalega ráðgjöf um þær hættur sem steðja að lýðheilsu og dýraheilbrigði vegna mögulegrar öskumengunar innan fæðu- og fóðurkeðjunnar. Þar eru möguleg skammtímaáhrif flúors til skoðunar m.t.t. öryggis matvæla og fóðurs vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

EFSA dregur þá ályktun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að möguleg hætta vegna flúors í ösku sem mengað getur neysluvatn, ávexti, grænmeti, fisk, mjólk, kjöt og fóður innan Evrópusambandsins sé hverfandi. Þar af leiðandi eru áhrif á lýðheilsu og dýraheilbrigði ekki talin áhyggjuefni.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?