Fara í efni

Kröfur ESA varðandi matvælaöryggi við kjúklingaframleiðslu uppfylltar

Í febrúar s.l. kom Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í eftirfylgni vegna úttektar á matvælaöryggi við kjúklingaframleiðslu. Úttekt hafði farið fram í nóvember 2022 og voru þá gerðar athugasemdir við ýmsa þætti og sett fram tilmæli um úrbætur.

Tilgangur eftirfylgni ESA var að kanna hvort viðbrögð Matvælastofnunar við tilmælunum væru fullnægjandi. Sérstaklega var fylgt eftir fjórum athugasemdum og skemmst er frá að segja að viðbrögð MAST við tilmælum ESA voru fullnægjandi og í samræmi við matvælalöggjöfina.

Nú eru því engar kröfur útistandandi varðandi það að uppfylla matvælalöggjöfina, þegar kemur að framleiðslu kjúklingakjöts á Íslandi.

Frétt og skýrsla á vef ESA: Food safety: Iceland improves poultry-meat controls

 


Getum við bætt efni síðunnar?