Fara í efni

Kröfu um ógildingu leyfa til fiskeldis í Arnarfirði vísað frá

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms að vísa frá kröfu um ógildingu leyfa til fiskeldis í Arnarfirði. Veiðiréttarhafar í Haffjarðará höfðu krafist þess að starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi Arnarlax í Arnarfirði yrðu ógilt með dómi á grundvelli þess að eldið skapi hættu fyrir villta laxastofna í landinu.

Í úrskurði héraðsdóms í janúar s.l. var málinu vísað frá dómi vegna verulegra annmarka á málatilbúnaði veiðiréttarhafanna. Veiðiréttarhafarnir kærðu þessa frávísun til Landsréttar og fóru fram á að lagt yrði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um frávísun. Starfsleyfið og rekstrarleyfið standa því óhögguð. 


Getum við bætt efni síðunnar?