Kræklingur úr Hvalfirði eitraður
Frétt -
17.08.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Af gefnu tilefni varar Matvælastofunum við neyslu á krækling sem safnað er í Hvalfirði. Sýni af sjó sem voru tekin í Hvalfirði í lok síðustu viku til greiningar á eitruðum þörungum leiddu í ljós að Dynophysis þörungar sem geta valdið DSP eitrun voru yfir viðmiðunarmörkum.
Á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafró má sjá upplýsingar frá niðurstöðum vöktunar á eitruðum þörungum á nokkrum stöðum við landið. Neytendur sem ætla að tína krækling er bent á kynna sér niðurstöðurnar áður en lagt er af stað í slíka ferð.
Ítarefni