Fara í efni

Köfnunarhætta við neyslu á Jelly cups hlaupi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á ABC Jelly mini cups vegna köfnunarhættu. Hlaupin innihalda hleypiefnið E-410 karbógúmmí sem er mjög seigt. Stórir sælgætisbitar geta valdið köfnun. Fyrirtækin sem flytja inn þessar vörur eru að innkalla þær í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöruheiti:

 • Vörumerki: ABC jelly cups
 • Vöruheiti:
  Girl Jelly Fruity Bites
  Boy Jelly Fruity bites
  Fruitery Jelly Assorted Jar
  Fruitery Jelly Assorted Bag
  Pentagon Cup Jelly Snacks Bag
  Assorted Jelly Snack
  Assorted jelly pudding
  Coconut jelly-peach shape (assorted) - blá
  Coconut jelly-peach shape (assorted) – bleik
  Jelly Cup with Taro Flavour
  Coconut Jelly (Taro Flavour)
 • Framleiðandi: Tsang Lin Industries
 • Framleiðsluland: Taívan
 • Rekjanleiki: Allar framleiðslulotur
 • Dreifing/innflytjandi: Verslunin Álfheimar ehf., Lagsmaður ehf., Víetnam market ehf., Daiphat ehf., Bláa sjoppan, Bolabankinn og verslanir fiska.is.

Innkallað Jelly cup hlaup

Neytendur sem hafa keypt vöruna geta skilað henni til innflytjanda eða í verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

Uppfært 11.06.20 kl. 11:00


Getum við bætt efni síðunnar?