Fara í efni

Klár í keppni 2012

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Skýrsla um niðurstöður heilbrigðisskoðana á keppnis- og sýningarhrossum á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum árið 2012 hefur nú verið birt á vef Matvælastofnunar. Fram kemur að áverkar í munni eru helsta ógnin við velferð keppnishrossa. Matvælastofnun hvetur til þess að samtök hestamennskunnar marki langtímastefnu til úrbóta þar sem ráðist verði að rótum vandans út frá þeirri þekkingu sem liggur fyrir og lesa má úr skýrslunni.  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?