Fara í efni

Kadmíum yfir leyfilegum mörkum í áburði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Lífland hefur innkallað áburðartegundina LÍF 21-6-9,5+Se, vegna of hás kadmíumsinnihalds. Kadmíum mældist 71 mg/kg fosfórs samkvæmt niðurstöðum efnagreininga Matvælastofnunar en kadmíum má mest vera 50 mg/kg forsfórs. Einungis eru komnar niðurstöður úr efnamælinum tveggja áburðartegunda og reyndist hin tegundin LÍF 20,6-11-9+Se í lagi.

  • Ástæða innköllunar: Of hátt kadmíuminnihald
  • Vöruheiti: LÍF 21-6-9,5+Se
  • Umbúðir: 600 kg stórsekkir
  • Innflytjandi, sölu og dreifingaraðili: Lífland ehf Brúarvogi 1-3 Reykjavík

Um óleyfilega vöru er að ræða og er kaupendum ráðlagt að skila henni til seljanda áburðarins. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi (johannes hjá lifland.is).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?