Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur greidd út í dag
Alls bárust 1535 umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.890 ha á 34.928 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.460 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 11.413 ha sem skiptust niður á 4.841 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 35.710 kr/ha.
Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:
Garðrækt (ha) |
Gras (ha) |
Grænfóður (ha) |
Korn (ha) |
Olíujurtir (ha) |
Alls (ha) |
517 |
3.768 |
4.067 |
2.968 |
93 |
11.413 |
Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.
Reiknireglur
Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:
Fjöldi ha sem sótt er um |
Stuðull umsóttra ha |
1-30 ha |
1,0 |
31-60 ha |
0,7 |
61> ha |
0,4 |
Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.
Samkvæmt 12. gr. fyrrnefndar reglugerðar eru nú einnig greiddar út tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa á nýræktir samtals að upphæð kr. 4.838.705.
Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.