Ísframleiðsla í Efstadal II heimiluð að nýju
Frétt -
02.08.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint.
Farið var í eftirfarandi úrbætur:
- Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
- Mat í opnum umbúðum var fleygt.
- Gangar, loft, handrið og wc málað.
- Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.
- Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.
Þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu hafi verið komið upp fyrir utan við veitingaaðstöðuna verður ekki um lausagöngu dýra að ræða um svæðið að svo komnu máli á næstunni skv. ákvörðun staðarhaldara. Ísbúðin hefur jafnframt verið endurnýjuð og heimilt að opna hana að nýju. Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var sannreynt með sýnatöku að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur, en þær niðurstöður bárust frá rannsóknarstofunni í dag.