Fara í efni

Innlausnarvirði greiðslumarks í sauðfjárrækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Innlausnarvirði greiðslumarks árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi (núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausnar er óskað).

Handhafi greiðslumarks getur óskað eftir innlausn á greiðslumarki sínu með að fylla út eyðublað 7.13 Tilkynning: Innlausn greiðslumarks sauðfjár í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja staðfesting um eignarhald á lögbýli, samþykki ábúanda og sameigenda, og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu. Tilkynningu um innlausn skal skila eigi síðar en 20. janúar 2017.

Matvælastofnun greiðir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi.


Getum við bætt efni síðunnar?