Fara í efni

Innlausn greiðslumarks mjólkur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Viðskipti með greiðslumark milli handhafa eru óheimil frá og með 1. janúar 2017, nema milli lögbýla í eigu sama aðila, samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar dagsettur 19. febrúar 2016.

Ríkið hefur innlausnarskyldu á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019. Með innlausn greiðslumarks mjólkur er unnið skv. 9. gr. reglugerðar um stuðning við nautgriparækt nr. 1150/2016. Handhafi greiðslumarks getur lagt fram beiðni um innlausn á ónotuðu greiðslumarki á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með beiðni um innlausn skal fylgja staðfesting um eignarhald á lögbýli, samþykki ábúenda, sameigenda og þinglýstu samþykki veðhafa jarðarinnar. Beiðni um innlausn er bindandi frá skiladegi beiðninnar um innlausn.. Við innlausn á greiðslumarki skal seljandi endurgreiða greiðslur vegna greiðslumarks skv. 12. gr. vegna yfirstandandi framleiðsluárs sem svarar til þess magns sem selt er. Matvælastofnun skal draga fjárhæð þessara greiðslna frá innlausnarverði við frágang innlausnar.

Fyrir innleyst greiðslumark greiðir ríkissjóður 138 kr./ltr. Innlausnarvirði greiðslumarks helst óbreytt frá auglýsingardegi innlausnarvirðis til 31. desember 2017.

Innlausn greiðslumarks og framkvæmd hennar skal fara fram skv. eftirfarandi á árinu 2017:

Innlausnardagur:

Matvælastofnun auglýsir innlausnarvirði eigi síðar en

Skilafrestur vegna beiðni um innlausn

Greiðslufrestur Matvælastofnunar

1. mars

15. janúar

4. febrúar

15. mars

1. maí

15. janúar

4. apríl

15. maí

1. september

15. janúar

4. ágúst

15. september

1. nóvember

15. janúar

4. október

15. nóvember


Greiðslumark framleiðanda þar sem engin framleiðsla fer fram í a.m.k. heilt verðlagsár skal ríkið innleysa á fyrsta innlausnardegi hvers árs, án þess að bætur komi fyrir.


Getum við bætt efni síðunnar?