Fara í efni

Innlausn á greiðslumarki mjólkur – síðasti skiladagur 15. jan

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Skilafrestur umsókna vegna fyrstu innlausnar  og kaupa á greiðslumarki á árinu  2018  er 15. janúar næstkomandi .  Skilyrði fyrir kaupum er greiðsla berist í síðasta lagi 15.  febrúar  2018.  Umsóknum um kaup og sölu þarf að skila á þjónustugátt Matvælastofnunar.  Umsókn um kaup á greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni.   Umsókn um sölu (innlausn) á greiðslumarki er nr. 7.14 á þjónustugáttinni.   Umsókn  um innlausn þarf að fylgja  útfyllt og undirritað eyðublað ásamt  veðbókarvottorði og þinglýstu leyfi veðhafa jarðarinnar ef einhverjir eru.  Innlausnarverð á lítra á innleystu greiðslumarki liggur fyrir  í síðasta lagi 1. janúar 2018.  Matvælastofnun greiðir fyrir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. mars 2018. 

Greiðslumark framleiðanda með enga framleiðslu árið 2017 verður innleyst  á  öðrum  innlausnardegi ársins í maí  2018  án þess að bætur komi fyrir ef framleiðandi hefur ekki sent inn umsókn um innlausn í síðasta lagi 15. mars 2018.


Getum við bætt efni síðunnar?