Innköllun á kjötbollum í brúnni sósu
Frétt -
28.07.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Fyrirtækið Ora hefur ákveðið að kalla inn Ora kjötbollur í brúnni sósu í stórum dósum
(850 gr) vegna hugsanlegra framleiðslugalla. Innköllunin er gerð í
varúðarskyni, þar sem slíkur galli hefur gert vart við sig í einni af
framleiðslulotum vörunnar. Sjá heimasíðu fyrirtækisins: www.ora.is. |