Innflutningur notaðra landbúnaðartækja er bannaður án leyfis
![]() |
Alltaf er nokkuð um það að fluttar séu inn notaðar landbúnaðarvélar og tæki en innflutningur þessi er bannaður, skv. 10. grein laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim sbr. breytingu með 26. gr. laga nr. 87/1995, og 3. grein reglugerðar nr. 509/2004 j. liðar, um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.
|
Bann þetta er
því ekkert nýtt af nálinni. Innflytjendur geta
sótt um undanþágu frá innflutningsbanninu til
landbúnaðarráðuneytisins skv. 8. gr. reglugerðar
nr. 509/2004, sem þá skal afla umsagnar yfirdýralæknis
hverju sinni. Skilyrði þau sem þá eru sett fram
geta verið mismunandi eftir því um hvers konar vél
er að ræða, hvaðan hún kemur o.s.frv. Verklagsreglur embættis yfirdýralæknis varðandi umsóknir sem embættinu berast um innflutning notaðra landbúnaðartækja eru skýrar
Það er alfarið á ábyrgð innflytjanda að kynna sér hvaða reglur gilda og sækja um innflutningsleyfi í samræmi við ofangreind lög og reglugerðir. Vél eða tæki sem flutt er inn án leyfis landbúnaðarráðuneytisins er ólöglegt og innflutningurinn skýrt lögbrot.
Birt á vef Yfirdýralæknis þann 1. júní, 2005.
|