Fara í efni

Hótun gagnvart eftirlitsmönnum kærð til lögreglu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvik þar sem starfsfólki Matvælastofnunar var hótað við reglubundið eftirlit hjá matvælafyrirtæki, hefur verið kært til lögreglu.

Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt.

Allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu.


Getum við bætt efni síðunnar?