Hindber innkölluð
Frétt -
19.03.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Í kjölfar tilkynningar frá ICA í Svíþjóð um
að þar hafi greinst Norovírus í Euro Shopper hindberjum í 500 gramma pokum hafa Aðföng ákveðið að innkalla vöruna í varúðarskyni. Varan var í dreifingu í
verslunum Bónus, Hagkaupa og 10-11 og hefur verið tekin úr sölu. Þess má geta að sýkingar af völdum
noroveira sem rekja mátti til innfluttra frosinna hindberja komu upp
í Finnlandi og Svíþjóð s.l. haust. Innköllunin gildir um allar best fyrir dagsetningar af vörunni. |
Neytendur sem kunna að eiga vöruna til eru beðnir um að hafa samband við Aðföng í síma 530-5645 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is. Einnig má skila vörunni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Ítarefni