Fara í efni

Himbrima komið til bjargar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Dýralæknar Matvælastofnunar, Hrund Lárusdóttir og Þóra J. Jónasdóttir og hópur dýravina komu himbrima til bjargar á Hafravatni í gærkvöld, eftir að áhugaljósmyndarinn Pétur Alan Guðmundsson kom auga á að fuglinn væri í vandræðum, en hann hafði flækt vænginn í girni. Himbrimann tókst að fanga og leysa úr fjötrunum. Ástand fuglsins var eftir atvikum gott og var honum sleppt að lokinni skoðun og merkingu. Fylgst verður með honum næstu daga.

Hægt er að senda tilkynningar um dýr í vandræðum til Matvælastofnunar í gegnum ábendingarkerfið á vef stofnunarinnar undir Senda ábendingu eða Hafa samband.

          Nýráðinn dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun, Þóra J.
          Jónasdóttir, losar fuglinn. Mynd: Kristján Maack.



Getum við bætt efni síðunnar?