Hestar teknir af eiganda í annað sinn
Frétt -
09.11.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun tók tvær hryssur og folöld þeirra úr vörslu hestaeiganda á Suðurlandi í vikunni. Þetta er í annað skipti á hálfu ári sem sami eigandi er sviptur sömu hrossum. Ástæða vörslusviptingarinnar er ófullnægjandi aðbúnaður hrossanna.
Um folöld og mjólkandi hryssur er að ræða sem haldin voru í beitarlausu gerði þar sem ekki var tryggur aðgangur að vatni. Einnig var slysahætta í gerðinu.
Um endurtekið brot er að ræða og skoðar Matvælastofnun nú frekari aðgerðir gagnvart umráðamanni hrossanna.