Fara í efni

Hart á hrossum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útiganghross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til víða um land. Frosthörkur í kjölfar norðan áhlaups kallar á aukið eftirlit og umhirðu með hrossum á útigangi. 

Nauðsynlegt getur verið að moka leið að hrossum til að koma til þeirra heyi þar sem skaflar eru miklir. Hross á útigangi þurfa að vera í ríflegum holdum á þessum árstíma. Tryggja þarf aðgang hrossa að vatni.

Uppfært 14.12.19 kl. 17:34


Getum við bætt efni síðunnar?