Grunur um svínaflensu í íslenskum svínum
Frétt -
26.10.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Grunur hefur vaknað um
inflúensu í svínum á einu svínabúi. Sýni voru tekin í dag og eru nú í
rannsókn á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Niðurstöðu er í fyrsta lagi að
vænta á morgun. Svínaflensa smitast ekki með svínakjöti og fólki stafar
því engin hætta af neyslu þess. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu
smits til annarra búa hefur bann verið sett á flutning dýra frá búinu
og allar sóttvarnir verið hertar. Einkenni inflúensu í svínum eru m.a. hár hiti og lystarleysi, kvef og hósti. Svínin ná sér oftast eftir þriggja til sex daga veikindi. |
Sú almenna regla gildir að óheimilt er að slátra veikum dýrum, þetta á jafnt við um svínaflensu sem aðra sjúkdóma. Ekki er ástæða til að banna slátrun einkennalausra svína þótt önnur svín á búinu séu veik. Svínaflensusmit berst ekki í fólk með neyslu svínakjöts.
Ítarefni