Fara í efni

Grunur um salmonellusmit í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kom­inn er upp grun­ur um salmo­nellu­smit í fersk­um kjúk­lingi fram­leidd­um af Mat­fugli ehf. Frek­ari rann­sókna er þörf til þess að staðfesta grun­inn en þangað til þykir fyr­ir­tæk­inu rétt að innkalla vör­una, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Mat­fugli.

Um er að ræða kjúk­ling með rekj­an­leika­núm­er­inu 011-15-11-5-33 og 011-15-11-7-12

Dreif­ing á afurðum hef­ur verið stöðvuð og í sam­ræmi við innra eft­ir­lit fyr­ir­tæk­is­ins er unnið að inn­köll­un vör­un­ar.

Neyt­end­ur sem keypt hafa kjúk­ling með þessu rekj­an­leika­núm­eri eru beðnir um að skila hon­um í viðkom­andi versl­un eða beint til Mat­fugls ehf., Völu­teigi 2, Mos­fells­bæ.

„Til að var­ast óró­leika hjá neyt­end­um skal það tekið fram að þessi kjúk­ling­ur er hættu­laus fari neyt­end­ur eft­ir leiðbein­ing­um um eld­un kjúk­linga, sem finna má á umbúðum, steiki kjúk­ling­inn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra mat­vöru,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Inn­köll­un­in á ein­göngu við um kjúk­ling með þessu til­tekna rekj­an­leika­núm­eri


Getum við bætt efni síðunnar?