Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á grun um salmonellu í ferskum kjúklingi frá Matfugli. Dreifing hefur verið stöðvuð og varan innkölluð.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi rekjaleikanúmer:

  • Vörumerki: Kjúklingurinn er m.a. seldur undir merkjum Bónusar, Krónunnar og Ali
  • Framleiðandi/heimilisfang: Matfugl ehf. Völuteigi 2, Mosfellsbæ
  • Rekjanleikanúmer: 215-18-44-1-06
  • Dreifing: Verslanir Bónusar, Krónunnar, Fjarðarkaupa og Iceland verslanir

Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ. Matfugl veitir nánari upplýsingar í s. 412-1400. 

Ítarefni

Frétt uppfærð 10.12.18 kl. 14:47


Getum við bætt efni síðunnar?