Fara í efni

Grunur um hrossakjöt í lasagne

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun um að Kaupás ehf. hafi, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað af markaði First Price Lasagne. Innköllunin er framkvæmd í varúðarskyni vegna gruns um að varan innihaldi hrossakjöt sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu.
 

  • Vörumerki:  First Price. 
  • Vöruheiti:  Lasagne. 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Kaupás ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík. 
  • Auðkenni/skýringartexti: Kaupás ehf. innkallar í varúðarskyni First Price lasagne þar sem varan getur mögulega innihaldið hrossakjöt sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla.  30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Kaupáss um land allt (Krónan, Nóatún, Kjarval).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?