Fara í efni

Grunur um aðskotahlut í spínati

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Innnes ehf. hafi innkallað Azora spínat vegna gruns um aðskotahlut (húsamús)  Um er að ræða innköllun í varúðarsjónarmiði með tilliti til neytendaverndar.Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti:  Azora spínat.
  • Strikanúmer: 8436539071136 og 8436539070764
  • Nettómagn: 150 g og 500 g.
  • Best fyrir: 17.09.17 og 24.09.17.
  • Framleiðandi: Verdimed.
  • Framleiðsluland: Spánn.                                       
  • Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.
  • Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun þar sem varan var keypt eða til Innnes Bæjarflöt 2.

Frekari upplýsingar veitir Halldór Jökull Ragnarsson gæðastjóri Innnes hjr@innnes.is


ÍtarefniGetum við bætt efni síðunnar?